Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Diskurinn
Laugardagur, 22. desember 2007
Jæja, salan á disknum byrjar vel og er amk komin ágætlega fram yfir kostnað. Sem kemur sér vel fyrir einstök börn. Þeir sem vilja hlusta á brot úr lögunum geta farið inn á M-music síðuna mína og klikkað á dálkinn útgáfan og þá er hægt að heyra brot úr lögunum.
Útgáfutónleikar verða svo fimmtudaginn 14.febrúar í Iðnó.
Ég vil þakka enn og aftur öllum þeim frábæru tónlistarmönnum sem gáfu sína vinnu til styrktar þessu málefni og spiluðu með mér. 18 tónlistarmenn af 20 gerðu það og hafði það mjög mikið að segja vegna kostnaðar. Einstök börn fá allan ágóða eftir kostnað af sölunni. 100 %...... Ég hvet alla að tékka á disknum og styrkja gott málefni um hátíðarnar. Diskurinn kostar aðeins 1.500 kr.
Gleðileg jól....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
M-music kynnir:.
Fimmtudagur, 20. desember 2007
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Matti sax / M-project kominn út
Þriðjudagur, 18. desember 2007
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7 9 13 er ekki málið
Sunnudagur, 9. desember 2007
Ég hef verið í tónlistarbransanum í mjög mörg ár. Spilað á mörgum stöðum og dílað við marga verta. En þetta toppar allt. Eins og áður hefur komið fram þá voru fyrirhugaðir jóla tónleikar á stað sem heitir Sjö níu 13 í kvöld (sunnud). Við í bandinu mættum tímanlega til að getað stillt upp og rennt í nokkur lög svona rétt fyrir giggið. En !!! við komum að læstum dyrum. Enginn kom á staðinn, enginn svaraði í síma og ég búinn að plögga og plögga allan daginn. Vá hvað ég varð fúll og reiður. Hverskonar vertar ráða hljómsveit og mæta svo ekki til að opna staðinn. Þetta var auglýst á heimasíðu staðarins og því greynilega ekki um misskilning að ræða. Ég hringdi í stelpuna sem bókaði okkur nokkru sinnum, sendi sms en ekkert svar. Þetta er það súrasta sem ég hef lent í á mínum tónlistarferli. Ég mæli ekki með því að nokkur tónlistarmaður bóki sig á þessum stað. Aldrei !!! Sýnum samstöðu kæru tónlistarmenn.
Ég bið allt það fólk sem kom fíluferð innilegrar afsökunar. Vonandi get ég bætt þetta upp fljótlega með svipuðum tónleikum á stað sem er amk opinn.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
M-music/M-project = Matti sax
Sunnudagur, 2. desember 2007
Jæja þá er þetta alveg að gerast. Minn fyrsti sóló diskur er að verða tilbúinn. Jibbyeee. Masteringin var að klárast og þá er bara að finna dreifingar aðila. Einhverjar hugmyndir? Fyrirtækið mitt M-music gefur diskinn út og eins og áður hefur komið fram mun allur ágóði renna óskiptur til félags einstakra barna. Er búinn að fá styrk frá MenningarsjóðiFíh og Menntamálaráðuneytinu. Þar með er kostnaðurinn nánast enginn. Diskurinn mun heita M-project og inniheldur 9 lög eftir mig. Gaman af því.
Verð að spila með Sniglabandinu á Græna hattinum á Akureyri nk.fimmtudag 6/12. Það eru útgáfutónleikar nr.2. Mæli með því ef þið eigið leið hjá. Einnig verða jóla jazz tónleikar eftir viku 9/12 á stað sem heitir 7,9, 13 og er beint á mótiSircus. Þar mun Tríó Matta sax ásamt Áslaugu Helgu flytja vel valin jólalög í skemmtilegum jazzý fíling.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)