Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

framundan hjá M-music

Já kæru vinir, það er brjálað að gera alla daga og hef ég því ekki mikinn tíma að blogga. En ykkur til skemmtunar skal ég segja ykkur frá hvað er framundan hjá kallinum.

Fyrst ber að nefna næsta geisladisk frá mér(það þýðir ekkert að slaka á). Búið er að taka upp 3 lög og er stefnan á að taka önnur 3 í þar næstu viku.  Þessi diskur mun heita M-blues project. Blúsý/fönk/grúv músík er þemað. Er með magnaða og drullu þétta hljómsveit sem ég er rosalega ánægður með. Það eru: Andrés Björnsson - trompet, Freyr Guðmundsson - trompet, Ingólfur Magnússon - bassi, Jón Geir Jóhannsson - trommur, Pálmi Sigurhjartarson - píanó, Rafn Emilsson - gítar, Þorri trombone - básúna og svo ég á saxann. Þessi diskur mun koma út næsta haust.

Áslaug er líka að taka upp disk og eru allir grunnarnir búnir á honum. Þar verður á ferðinni einhverskonar gospel rokk allt lög eftir hana. Ég, Jón Geir og Ingólfur spila þar líka plús Þráinn Árni - gítar, Stefán H.Henrýsson - hammond og Þröstur Jóhannsson - gítar.

Þess má geta að Þröstur tekur báða þessa diska upp og mixar. hann er algjör snillingur Heart.

 Að lokum er það svo Dixieland hljómsveit Matta sax. Já það er rétt nú verður sko búið til almennilegt dixie band með stórskotaliði og látum. Ég hef nokkuð góða reynslu af dixieland tónlist og fannst mér nú vera kominn tími til að setja þetta á aðeins hærra plan en áður hefur verið. Diskur með þessari súper grúbbu mun koma út áður en langt er liðið. Cool Ég mun fá í lið með mér flotta og þekkta söngvara sem munu fá að sanna sig í þessum harða heimi Dixieland tónlistar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband