Hljómsveit nr.6 - Gloss

Atlot var söngvaralaus og urðum við að finna söngvara fyrir bandið hið snarasta. Við sáum Helgu, sem var gömul vinkonu okkar í sjónvarpinu syngja í söngvakeppni framhaldsskólanna.  Ekki vissum við að hún væri svona mögnuð söngkona og leyst okkur  flestum vel á.

Júmbó, umboðsmaðurinn knái var fenginn til að hringja í hana og fá hana í bandið. Hún lét ekki bjóða sér það tvisvar og þar með var breytt um nafn, stíl og stefnu og diskóhljómsveitin Gloss varð til. Júmbó hætti skömmu seinna og var útvarpsmaðurinn Ágúst Héðinsson fenginn í hans stað. Þá fyrst urðum við glæsi-band. Keypt voru hvít jakkaföt á línuna og Helga saumaði sér hvítan diskó samfesting. Við urðum húshljómsveitir á Fógetanum í Reykjavík og Lundanum í Vestmannaeyjum. Heilan vetur spiluðum við nánast til skiptis á þessum stöðum. Magnað stuð. Það var leigð rúta og allur pakkinn.  Ýmsar sögurnar man maður frá þessum tíma. Td.var ein grúppía í eyjum sem varð alveg brjáluð af því einn úr hljómsveitinni  vildi ekki sofa hjá henni. Hún hótaði að drepa sig og keyrði um allan bæinn piss full. Stútaði húsgögnum og fl.í þeim dúr.  Hressandi stelpa þar á ferð. Einnig keyrði ég yfir tánna á Kidda bassaleikara einu sinni í eyjum. Þá vorum við að verða of sein í Herjólf og bíllinn okkar fór ekki í gang. Við urðum ss.að ýta honum í gang allir að drepast úr þynnku og jafnvel svolítið blautir enn þá. Ég settist við stýrið og hinir fóru að ýta. Kiddi er með svolítið stórar fætur og flæktust þær eitthvað fyrir og BAMM ! Beint yfir fótinn... Nett sjokk, en Kiddi hélt bara áfram að ýta enda sannur karlmaður þar á ferð . Svo var það eitt giggið á Fógetanum, þar sem Kiddi fékk hringingu frá konunni sinni og hún tilkynnti honum að hún væri á leiðinni upp á fæðingardeild að fæða. Kiddi rauk því í burtu í miðju giggi og við spiluðum bassa laus það kvöldið. Frekar súrt en skiljanlegt. Seinna eignaðist Kiddi annað barn og var konan hans einnig þá mætt á fæðingardeildina þegar við vorum að fara að spila. Sem betur fer var það áður en giggið byrjaði og gátum við því reddað öðrum bassaleikara í tíma. Finnur Beck fréttamaður plokkaði bassann. Snillingur þar á ferð. Það var síðasta giggið hjá hljómsveitinni Gloss.

 Við tókum upp 2 lög í studioi. Allir dansa salsa, sem komst mjög ofarlega á vinsældarlista Bylgjunnar (enda var umboðsmaðurinn okkar að vinna þar) og svo var það diskó smellurinn " I am what I am" sem settur var í nýjan búning. Máni Svavars hjálpaði okkur með það og gerði drullu vel. Bætti inn trommu og syntha lúppum ásamt því að útsetja lagið. Össur Geirsson básúnuleikara útsetti brassið.  Eftir 1 - 2 ára hark hætti svo Gloss. Ég man ekki hver ástæðan var en sennilega vorum við búin að fá nóg af hvoru öðru.Reyndar fór einn hljómsveitameðlimanna í meðferð og býst ég við að það hafi spilað mikið inn í. Þetta var orðið mikið djamm og allt farið úr böndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matti sax

Takk fyrir það Hallur. Gott að fleirrum þykir þessar sögur skemmtilegar. Ég skemmti mér mjög vel við að rifja þær upp.

Matti sax, 25.6.2007 kl. 08:02

2 Smámynd: Matti sax

Já maður hafði stóra drauma. Já segðu, Dússabar. Hver á ekki þann draum að fá að spila þar.  Enda bar í hágæðaflokki þar á ferð. En "in our dreams" félagi. Það er ekki séns að komast þar að..... er búinn að reyna það í mörg ár en án árangurs. Spurning að fá sér bara umboðsmann....

Matti sax, 25.6.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband