Hljómsveit nr.7 - Moonboots
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Því var æft og æft í ca.2 vikur og svo var bara ball. Ég var drullu stressaður fyrir fyrsta ballið man ég. En til að komast frá stressinu, var ég með gítar hljómborð eða kítar sem ég spilaði á í nokkrum lögum og gat því hlaupið um sviðið og skemmt mér vel. Þá rann af manni allt stress og við tók mikil skemmtun. Í Moonboots kynntist ég yndislegum mönnum sem ég hef því miður ekki haft mikið samband við eftir að bandið hætti fyrir utan Þráinn gítarleikara. Bandið var skipað svona: Svabbi-söngur / Snorri Hergill-bassi / Þráinn-gítar / Helgi-trommur og svo ég á hljómborð og einstaka sinnum smá sax. Einnig vorum við með umboðsmann sem heitir Maggi. Alltaf hress og kátur. Eftir að hafa verið stutta stund í bandinu var ákveðið að reka Þráinn gítarleikara (sem ég skil ekki enn í dag af hverju það var gert, því sjaldan hef ég spilað með flottari mönnum en honum) og Gummi (Hraun) var ráðin í staðin. Seinna hætti hann og Þröstur (Url, Greatest low) tók við gítarstöðunni. Það var snilld, því það er maður sem kann að skemmta sér og öðrum upp á sviði.
Skítavík var það kallað þegar mætt var út á land og spilað fyrir mjög fáa. Í því lenti Moonboots mjög oft. Fórum td.eitt skipti til Egilsstaða og spiluðum fyrir einn gest. Geri aðrir betur. Það varð til þess að við hættum að fara út á land (þó svo við hefðum keypt gamlan sjúkrabíl og gert hann upp fyrir bandið) og einbeittum okkur að spila í bænum. Sem var alltaf gaman og oftast góð mæting á böllin þar. Við tókum allan pakkann. þ.e.a.s. við máluðum okkur í framan, vorum með grifflur og klæddir í 80´s föt. Mjög cool að sjá.
Þegar Þröstur (gítar) kom í bandið byrjaði Óli aftur. Hann var hljómborðsleikari Moonboots áður en ég byrjaði. Þá vorum við 2 á hljómborð og veitti svo sem ekkert af því í þessari 80´s músík. Ég hætti svo skömmu seinna og skildi Óla eftir einan á hljómborðinu. Einhverjar fleiri manna breytingar urðu eftir að ég hætti sem ég bara man ekki. Ástæðan að ég hætti var sú að ég var kominn með æluna upp í háls af 80´s tónlist . Enn í dag get ég ekki hlustað á þessa músík. Takk fyrir
Athugasemdir
Alveg rétt. Nú man ég tenginguna. Mundi að þú hafir komið við sögu þessa bands en bara ekki hvað þú gerðir. Magnað
Matti sax, 28.6.2007 kl. 18:38
Kalk sá um 80´s böllin í MS, ekki Moonboots. Merkilegt nokk.
Matti sax, 29.6.2007 kl. 00:05
Já,það var svoleiðis. Magnað
Matti sax, 29.6.2007 kl. 11:26
Já, ég veit samt ekki með tónlistina . En mikið lagt samt í hana. Over protuserað stöff.
Matti sax, 29.6.2007 kl. 23:12
Já.. það sem maður lendir ekki í .. Þetta var stuð, efast þó um að ég muni gera nokkuð slíkt aftur, sérstaklega að mála mig fyrir gigg. hehe
Þröstur (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.