Færsluflokkur: Tónlist
Sniglabandið í kvöld á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu
Þriðjudagur, 23. október 2007

Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt lag
Laugardagur, 13. október 2007
Var að skella nýju lagi í spilarann hér vinstra megin. Lagið heitir Ups I did it again og er eftir mig, tekið upp á burtfarartónleikunum mínum sl.vor og hljóðblandað af Þresti vini mínum.
Britney Spiers? nei þetta er ekki það lag.
Þetta lag samdi ég þegar tvíburarnir mínir voru ca 9 mánaða og ég komst að því að konan mín væri ólétt aftur. Það var bara ekki hægt að láta þetta lag heita neitt annað. Sorry Britney
Hljóðfæraleikarar í þessu lagi eru ásamt mér:
Andrés Þór Gunnlaugsson - Gítar
Egill Antonsson - Hammond
Eyjólfur Þorleifsson - Tenór sax
Jón Óskar Jónsson - Trommur
Rúnar Óskarsson - Bassa klarínett
Sigurdór Guðmundsson - Rafbassi
Snorri Heimisson - Fagott
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Music for apartment and six drummers
Miðvikudagur, 10. október 2007
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég er bara hress takk fyrir
Föstudagur, 5. október 2007
Jæja, þá er maður búinn að vera giftur í 2 vikur. Þetta er allt annað líf skal ég segja ykkur. Ég ætla ekkert að blogga um brúðkaupið, því ég veit að konan mín mun gera það og ætla því ekki að stofna til leiðinda heima fyrir svona ný giftur maður.
Enn vantar mig útgefanda fyrir diskinn minn. Einhverjar hugmyndir???
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
:)
Laugardagur, 22. september 2007
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það sem maður lendir ekki í
Föstudagur, 21. september 2007

Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú er það gamli Púls gírinn
Þriðjudagur, 11. september 2007
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég og Barbarian twins frá Noregi
Laugardagur, 28. júlí 2007
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hljómsveit nr.7 - Moonboots
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Því var æft og æft í ca.2 vikur og svo var bara ball. Ég var drullu stressaður fyrir fyrsta ballið man ég. En til að komast frá stressinu, var ég með gítar hljómborð eða kítar sem ég spilaði á í nokkrum lögum og gat því hlaupið um sviðið og skemmt mér vel. Þá rann af manni allt stress og við tók mikil skemmtun. Í Moonboots kynntist ég yndislegum mönnum sem ég hef því miður ekki haft mikið samband við eftir að bandið hætti fyrir utan Þráinn gítarleikara. Bandið var skipað svona: Svabbi-söngur / Snorri Hergill-bassi / Þráinn-gítar / Helgi-trommur og svo ég á hljómborð og einstaka sinnum smá sax. Einnig vorum við með umboðsmann sem heitir Maggi. Alltaf hress og kátur. Eftir að hafa verið stutta stund í bandinu var ákveðið að reka Þráinn gítarleikara (sem ég skil ekki enn í dag af hverju það var gert, því sjaldan hef ég spilað með flottari mönnum en honum) og Gummi (Hraun) var ráðin í staðin. Seinna hætti hann og Þröstur (Url, Greatest low) tók við gítarstöðunni. Það var snilld, því það er maður sem kann að skemmta sér og öðrum upp á sviði.
Skítavík var það kallað þegar mætt var út á land og spilað fyrir mjög fáa. Í því lenti Moonboots mjög oft. Fórum td.eitt skipti til Egilsstaða og spiluðum fyrir einn gest. Geri aðrir betur. Það varð til þess að við hættum að fara út á land (þó svo við hefðum keypt gamlan sjúkrabíl og gert hann upp fyrir bandið) og einbeittum okkur að spila í bænum. Sem var alltaf gaman og oftast góð mæting á böllin þar. Við tókum allan pakkann. þ.e.a.s. við máluðum okkur í framan, vorum með grifflur og klæddir í 80´s föt. Mjög cool að sjá.
Þegar Þröstur (gítar) kom í bandið byrjaði Óli aftur. Hann var hljómborðsleikari Moonboots áður en ég byrjaði. Þá vorum við 2 á hljómborð og veitti svo sem ekkert af því í þessari 80´s músík. Ég hætti svo skömmu seinna og skildi Óla eftir einan á hljómborðinu. Einhverjar fleiri manna breytingar urðu eftir að ég hætti sem ég bara man ekki. Ástæðan að ég hætti var sú að ég var kominn með æluna upp í háls af 80´s tónlist . Enn í dag get ég ekki hlustað á þessa músík. Takk fyrir
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hljómsveit nr.6 - Gloss
Laugardagur, 23. júní 2007
Atlot var söngvaralaus og urðum við að finna söngvara fyrir bandið hið snarasta. Við sáum Helgu, sem var gömul vinkonu okkar í sjónvarpinu syngja í söngvakeppni framhaldsskólanna. Ekki vissum við að hún væri svona mögnuð söngkona og leyst okkur flestum vel á.
Júmbó, umboðsmaðurinn knái var fenginn til að hringja í hana og fá hana í bandið. Hún lét ekki bjóða sér það tvisvar og þar með var breytt um nafn, stíl og stefnu og diskóhljómsveitin Gloss varð til. Júmbó hætti skömmu seinna og var útvarpsmaðurinn Ágúst Héðinsson fenginn í hans stað. Þá fyrst urðum við glæsi-band. Keypt voru hvít jakkaföt á línuna og Helga saumaði sér hvítan diskó samfesting. Við urðum húshljómsveitir á Fógetanum í Reykjavík og Lundanum í Vestmannaeyjum. Heilan vetur spiluðum við nánast til skiptis á þessum stöðum. Magnað stuð. Það var leigð rúta og allur pakkinn. Ýmsar sögurnar man maður frá þessum tíma. Td.var ein grúppía í eyjum sem varð alveg brjáluð af því einn úr hljómsveitinni vildi ekki sofa hjá henni. Hún hótaði að drepa sig og keyrði um allan bæinn piss full. Stútaði húsgögnum og fl.í þeim dúr. Hressandi stelpa þar á ferð. Einnig keyrði ég yfir tánna á Kidda bassaleikara einu sinni í eyjum. Þá vorum við að verða of sein í Herjólf og bíllinn okkar fór ekki í gang. Við urðum ss.að ýta honum í gang allir að drepast úr þynnku og jafnvel svolítið blautir enn þá. Ég settist við stýrið og hinir fóru að ýta. Kiddi er með svolítið stórar fætur og flæktust þær eitthvað fyrir og BAMM ! Beint yfir fótinn... Nett sjokk, en Kiddi hélt bara áfram að ýta enda sannur karlmaður þar á ferð . Svo var það eitt giggið á Fógetanum, þar sem Kiddi fékk hringingu frá konunni sinni og hún tilkynnti honum að hún væri á leiðinni upp á fæðingardeild að fæða. Kiddi rauk því í burtu í miðju giggi og við spiluðum bassa laus það kvöldið. Frekar súrt en skiljanlegt. Seinna eignaðist Kiddi annað barn og var konan hans einnig þá mætt á fæðingardeildina þegar við vorum að fara að spila. Sem betur fer var það áður en giggið byrjaði og gátum við því reddað öðrum bassaleikara í tíma. Finnur Beck fréttamaður plokkaði bassann. Snillingur þar á ferð. Það var síðasta giggið hjá hljómsveitinni Gloss.
Við tókum upp 2 lög í studioi. Allir dansa salsa, sem komst mjög ofarlega á vinsældarlista Bylgjunnar (enda var umboðsmaðurinn okkar að vinna þar) og svo var það diskó smellurinn " I am what I am" sem settur var í nýjan búning. Máni Svavars hjálpaði okkur með það og gerði drullu vel. Bætti inn trommu og syntha lúppum ásamt því að útsetja lagið. Össur Geirsson básúnuleikara útsetti brassið. Eftir 1 - 2 ára hark hætti svo Gloss. Ég man ekki hver ástæðan var en sennilega vorum við búin að fá nóg af hvoru öðru.Reyndar fór einn hljómsveitameðlimanna í meðferð og býst ég við að það hafi spilað mikið inn í. Þetta var orðið mikið djamm og allt farið úr böndunum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)