Færsluflokkur: Tónlist
Hljómsveit nr.5 - Atlot
Fimmtudagur, 21. júní 2007
1995. Eftir Spoon ævintýrið fórum við æskufélagarnir úr Pez og Sveindómnum, Kiddi,Finnur og Hjalti að spila saman aftur. Við komumst fljótlega að því að ég væri nú orðinn ansi slappur söngvari svo við fengum vinkonu okkar hana Agnesi til að syngja með okkur. Ekki var það að gera sig mikið svo við fengum vin hennar til að syngja með okkur líka. Þessi strákur heitir Guðmundur Ágúst og var þrusu söngvari og tónlistarmaður. Hann lyfti okkur upp á hærra plan. Við rákum svo Agnesi og fengum í bandið þá Jón Ingvar básúnuleikara og Sævar trompetleikara. Við spiluðum aðallega soul tónlist. Blues Brothers, James Brown ofl. stöff. Hljómsveitin var skírð
Vinur hans Sævars, Jón (Júmbó) að nafni heyrði í okkur og fannst mikið til koma. Hann gerðist umboðsmaður okkar og við fórum að spila á fullu. Hituðum upp fyrir Sniglabandið, spiluðum á Kaffi Reykjavík, félagsmiðstöðvum ofl stöðum. Þegar ég var í þessari hljómsveit samdi ég fyrstu 2 lögin mín. Við fórum í stúdíó og tókum þau upp. Á meðan við vorum að taka upp lögin í stúdióinu heyrðu 2 kvikmyndamenn í öðru laginu sem hét Villtar meyjar og vildi endilega fá að nota þetta lag í myndina sína. Við létum að sjálfsögðu ekki bjóða okkur það tvisvar og þar með var ég kominn með mitt fyrsta lag á cd og í bíómynd. Myndin hét Ein stór fjölskylda og var ekki mjög vinsæl. En hvað með það.,.,.,.Fyrsti diskurinn sem ég spilaði á var kominn út og ég var mjög sáttur. Hljómsveitin Atlot lenti í ýmsum ævintýrum. Td.létum við 2 uppdópaða umboðsmenn féflétta okkur upp úr skónum og hafa okkur að fíflum ofl í þessum dúr. Við vorum ungir og vitlausir guttar sem gerðum allt fyrir frægðina. Við bættum við okkur í brass deildina og fengum félaga okkar hann Freyza úr Svaninum til að spila með á trompet. Og þá vorum við komin með 4 brassara + hrynsveit. Atlot var þá orðin 8 manna hljómsveit. Undir lokin fengum við Thelmu sem söng í lagið Tell me í Eurovision til að syngja með okkur en það samstarf gekk ekki vel og hætti hún eða var rekin fljótlega. (man ekki hvort var). Svo var það einn daginn að Gústi söngvari datt niður af húsþaki og stórslasaði sig. Hann þurfti að liggja í nokkra mánuði á spítala og þar með var hljómsveitin Atlot hætt.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hljómsveit nr.4 - Spoon
Sunnudagur, 17. júní 2007
Það var árið 1992 og ég byrjaði í tónlistarskóla F.Í.H. að læra á hljómborð hjá Þóri Baldurssyni. Þar fór ég í rokk samspil hjá Stefáni Hjörleifssyni. Þessi hljómsveit var svo þétt og góð að Stefán bauð okkur að hita upp fyrir Ný Dönsk. Það var algjör draumur fyrir okkur strákana að fá þetta tækifæri. Fyrst hétum við
Í Spoon voru: Sigurjón gítar. Hjörtur gítar.- Höskuldur söngur.- Ingi bassi.- Kalli trommur og svo ég á hljómborð. Sigurjón hætti reyndar eftir stuttan tíma. Við förum að semja okkar eigin lög og taka þau upp. Þetta var mjög skemmtilegur tími og þarna lærði ég mikið um sveitaballabransann og hvernig það er að spila á böllum. Haustið 1993 ákvað ég að hætta í hljómsveitinni til að sinna náminu mínu betur í Menntaskóla Kópavogs. Það hafði setið á hakanum eftir að við fórum að spila svona mikið og ég vildi taka mig á í því. 3 mánuðum eftir að ég hætti þá var Emilíana Torini ráðin í bandið, tekin var upp geisladiskur og hljómsveitin meikaði það. Djö....var ég svekktur.....Arg.....En svona er lífið. Mér var ekki ætlað að meika´ða strax. Seinna frétti ég að það átti að reka mig úr bandinu hvort sem var, svo það breytti svo sem engu. En hljómsveitin meika´ði það svo sem ekki, heldur var það Emilíana Torini sem gerði það. Ingi bassaleikari er reyndar í Jagúar að gera góða hluti. En þetta var skemmtileg reynsla og mikið ævintýri. Ég náði aldrei að taka mig á í MK.,því ég hætti í honum í janúar ´94 og hef ekki farið í menntaskóla síðan. Þannig fór um sjóferð þá.
Tónlist | Breytt 21.6.2007 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hljómsveit nr.3 - Pez
Föstudagur, 15. júní 2007
Sveindómurinn var popphljómsveit sem spilaði Stuðmanna Greifa, og fl.blöðru lög. Vorum í rosalega flottum búningum sem tízkuverslunin Bazar sá um að redda okkur en poppið var ekki alveg að gera sig hjá okkur. 1991 vorum við komnir í mútur og það þótti ekkert cool að spila sveitaballa popp. Þá var lítið annað í stöðunni að gera en að henda búningunum, breyta nafninu, láta hárið vaxa og spila pönk. Hljómsveitin Pez varð til. Ég lagði hljómborðið á hilluna, (enda ekki mikið pönk að spila á hljómborð) keypti mér rafmagnsgítar og betri micrafón. Sami mannskapur var í þessu bandi og í Sveindómnum. Ég spilaði á rythma-gítar og söng, Hjalti spilaði á sólógítar, Kiddi plokkaði bassann og Finnur sá um að slá taktinn. Prógrammið hjá okkur var 80% Bubba lög og restin ýmislegt annað pönk. Ég og Finnur vorum komnir með hár niðrá tær og vorum svaka töff. (amk.fannst okkur það). Við spiluðum hjá ýmsum félagsmiðstöðvum og skólum. Eftir ca. Eitt ár vorum við komnir með svolítið leið á að spila bara Bubba lög og fórum að semja sjálfir. Það var ágætis útkoma. Svo fórum við að spila lög með Metallicu og Guns´N´Roses. Það var ekki alveg að gera sig. Sennilega var ég of góður söngvari til að taka lög með þessum hljómsveitum. J Við ákváðum því að hætta og fórum í sitthvora áttina. Annað hvort vorum við 10 árum á eftir tímanum eða á undan. Pönk var ekki mjög vinsælt á þessum tíma og því lifðum við ekki mikið lengur. Í dag er fullt af pönk hljómsveitum sem eru að gera það gott. Kannski við ættum að koma saman aftur núna og meika´ða. ??? Við tókum reyndar lagið í brúðkaupinu hjá Kidda um daginn og slógum þvílíkt í gegn. Gaman af því. Þegar Pez hætti þá hætti ég að syngja og hef ekki gert það síðan. Sem er bara gott mál. Þið ættuð að heyra í mér. Váááááááá. Massa rödd þar á ferð.
Tónlist | Breytt 21.6.2007 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hljómsveit nr.2 - Sveindómurinn
Þriðjudagur, 12. júní 2007
hljómsveitin sem ég spilaði á hljómborð í og söng. Ég var 13 ára og við
3 vinirnir: Bibbi, Finnur og ég ákváðum að stofna hljómsveit. Bibbi
keypti sér gítar, Finnur keypti sér trommusett og ég keypti mitt fyrsta
hljómborð. Þetta var tríó og spiluðum við aðallega skátalög sem við
spiluðum á kvöldvökum hjá skátunum. (Já, ég var í skátunum) Þetta gekk
ágætlega, miðað við aldur og fyrri störf. Eftir nokkrar æfingar fannst
okkur eitthvað vanta í hljómsveitina en vissum ekki hvað það gæti verið.
Þangað til einn daginn, þá sá ég hljómsveit í sjónvarpinu sem var með 2
gítara. Einn venjulegan og annan með fjórum þykkum strengjum. Ég fór
að spyrjast fyrir um þetta hljóðfæri og komst af því að þetta væri
rafmagns-bassi og allar hljómsveitir yrðu að hafa þetta hljóðfæri með.
Þá sagði ég Kidda vini mínum að kaupa bassa sem hann gerði og þá vorum
við orðnir fjórir. Fyrsta alvöru giggið var á landsmóti
skólalúðrasveita. En nokkrum dögum fyrir það gigg þá forfallaðist
Bibbi. Ekki gátum við sleppt svona góðu giggi, þannig að ég lærði
nokkur vinnukonugrip á gítar og kenndi Hjalta vini mínum þau. Á ca.4
dögum var ég búinn að kenna honum þessi grip og við spiluðum massa gigg
á landsmótinu. Hljómsveitin spilaði í eitt ár í viðbót og lenti ma.í 3ja
sæti á hæfileikakeppni grunnskóla kópavogs.
Tónlist | Breytt 21.6.2007 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1sta hljómsveitin - Öndin
Laugardagur, 9. júní 2007
Ég hef verið í mörgum hljómsveitum á mínum tónlistarferli. Á næstu vikum ætla ég að fara aðeins yfir þessi bönd, ykkur og mér til gamans. Fyrsta hljómsveitin sem ég var í hét Brassband Kópavogs (seinna Öndin). Ég spilaði á klarínett og seinna saxófón líka. Ég stofnaði þetta band 12 ára og spiluðum við út um allt. Ég stjórnaði þessu bandi frá A-Ö. Fann lög, boðaði æfingar, taldi í lögin ofl. Þetta var rosalega skemmtilegur tími. Við tókum 5000kr fyrir giggið (1000kr á mann) og fannst okkur það rosaleg upphæð. Það er svo sem ekki skrítið að við höfum fengið nóg að gera. :)
Seinna urðum við hús hljómsveit Versló og spiluðum á öllum Morfís keppnum fyrir hönd skólans. Launin voru að sjálfsögðu heilar 5000kr fyrir bandið og spiluðum við í 2-3 klst.í hvert sinn. Massa díll það. Verslingar (Gísli Marteinn ofl.) fundu svo nafnið Öndin á okkur og höfum við starfað undir því nafni síðan. C.a í 16 ár. Við höfum alltaf spilað eitthvað á hverju ári öll þessi ár. Geri aðrir betur. Ég er eini upprunalegi meðlimurinn sem eftir er í þessu bandi. Hvað svo sem skýrir það???
Í dag erum við kannski að fá örlitin meiri pening fyrir giggið. :) eða hvað? Hvað kostar bjór í dag?
Popppunktur vikunnar:
"Elvis Presley said, ´You´re not going to marry this little girl, are you? This is a joke, isn´t it?´ I said, ´No, I´m going to marry her.´ And he said, ´Well, God bless you, Jerry Lee. You just saved my career.´"
-Jerry Lee Lewis, 1988
Tónlist | Breytt 21.6.2007 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að kaupa svona :) stuð stuð
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)