1sta hljómsveitin - Öndin

Ég hef verið í mörgum hljómsveitum á mínum tónlistarferli. Á næstu vikum ætla ég að fara aðeins yfir þessi bönd, ykkur og mér til gamans. Fyrsta hljómsveitin sem ég var í hét Brassband Kópavogs (seinna Öndin). Ég spilaði á klarínett og seinna saxófón líka. Ég stofnaði þetta band 12 ára og spiluðum við út um allt. Ég stjórnaði þessu bandi frá A-Ö. Fann lög, boðaði æfingar, taldi í lögin ofl. Þetta var rosalega skemmtilegur tími. Við tókum 5000kr fyrir giggið (1000kr á mann) og fannst okkur það rosaleg upphæð. Það er svo sem ekki skrítið að við höfum fengið nóg að gera. :)

Seinna urðum við hús hljómsveit Versló og spiluðum á öllum Morfís keppnum fyrir hönd skólans. Launin voru að sjálfsögðu heilar 5000kr fyrir bandið og spiluðum við í 2-3 klst.í hvert sinn. Massa díll það. Verslingar (Gísli Marteinn ofl.) fundu svo nafnið Öndin á okkur og höfum við starfað undir því nafni síðan. C.a í 16 ár. Við höfum alltaf spilað eitthvað á hverju ári öll þessi ár. Geri aðrir betur. Ég er eini upprunalegi meðlimurinn sem eftir er í þessu bandi. Hvað svo sem skýrir það???

Í dag erum við kannski að fá örlitin meiri pening fyrir giggið. :) eða hvað? Hvað kostar bjór í dag?

 

Popppunktur vikunnar:


"Elvis Presley said, ´You´re not going to marry this little girl, are you? This is a joke, isn´t it?´ I said, ´No, I´m going to marry her.´ And he said, ´Well, God bless you, Jerry Lee. You just saved my career.´"

                                                                                                            -Jerry Lee Lewis, 1988


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband