Hljómsveit nr.5 - Atlot

1995. Eftir Spoon ævintýrið fórum við æskufélagarnir úr Pez og Sveindómnum, Kiddi,Finnur og Hjalti að spila saman aftur. Við komumst fljótlega að því að ég væri nú orðinn ansi slappur söngvari svo við fengum vinkonu okkar hana Agnesi til að syngja með okkur. Ekki var það að gera sig mikið svo við fengum vin hennar til að syngja með okkur líka.  Þessi strákur heitir Guðmundur Ágúst og var þrusu söngvari og tónlistarmaður. Hann lyfti okkur upp á hærra plan. Við rákum svo Agnesi og fengum í bandið þá Jón Ingvar básúnuleikara og Sævar trompetleikara. Við spiluðum aðallega soul tónlist. Blues Brothers, James Brown ofl. stöff. Hljómsveitin var skírð

Vinur hans Sævars, Jón (Júmbó) að nafni heyrði í okkur og fannst mikið til koma. Hann gerðist umboðsmaður okkar og við fórum að spila á fullu. Hituðum upp fyrir Sniglabandið, spiluðum á Kaffi Reykjavík, félagsmiðstöðvum ofl stöðum. Þegar ég var í  þessari hljómsveit samdi ég fyrstu 2 lögin mín. Við fórum í stúdíó og tókum þau upp. Á meðan við vorum að taka upp lögin í stúdióinu heyrðu 2 kvikmyndamenn í öðru laginu sem hét Villtar meyjar og vildi endilega fá að nota þetta lag í myndina sína. Við létum að sjálfsögðu ekki bjóða okkur það tvisvar og þar með var ég kominn með mitt fyrsta lag á cd og í bíómynd. Myndin hét Ein stór fjölskylda og var ekki mjög vinsæl. En hvað með það.,.,.,.Fyrsti diskurinn sem ég spilaði á var kominn út og ég var mjög sáttur.  Hljómsveitin Atlot lenti í ýmsum ævintýrum. Td.létum við 2 uppdópaða umboðsmenn féflétta okkur upp úr skónum og hafa okkur að fíflum ofl í þessum dúr. Við vorum ungir og vitlausir guttar sem gerðum allt fyrir frægðina. Við bættum við okkur í brass deildina og fengum félaga okkar hann Freyza úr Svaninum til að spila með á trompet. Og þá vorum við komin með 4 brassara + hrynsveit. Atlot var þá orðin 8 manna hljómsveit. Undir lokin fengum við Thelmu sem söng í lagið Tell me í Eurovision til að syngja með okkur en það samstarf gekk ekki vel og hætti hún eða var rekin fljótlega. (man ekki hvort var). Svo var það einn daginn að Gústi söngvari datt niður af húsþaki og stórslasaði sig. Hann þurfti að liggja í nokkra mánuði á spítala og þar með var hljómsveitin Atlot hætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ok.ég var búinn að gleyma þessum uppdópuðu.en manstu eftir rut reginalds(kann ekki að skrifa nafnið rétt) ?

kiddi (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 08:30

2 identicon

þetta er bara fyndið.

kiddi (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 08:35

3 Smámynd: Matti sax

Já alveg rétt. Rut Reginalds kom í söngprufu hjá okkur en var ekki alveg að kaupa þetta. Skrítið

Matti sax, 21.6.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband